Magnús Ás­geir Elís­son, bóndi á Stóru-Ás­geirs­á, skammt frá Hvammstanga, bjargaði í dag hryssunni Freyju sem eins og sjá má, hafði orðið undir fann­fergi. Ekkert sást nema snoppan á henni. Magnús segist í sam­tali við Frétta­blaðið vona að hrossið braggist.

Magnús birtir myndir af björgunar­störfunum á Face­book síðunni sinni. Þar segir hann frá því að hann hafi farið í gær að vitja að hrossum í vonsku veðri og komið að tíu hrossum í snjó sem byrjað var að fenna yfir. Þeim hafi verið bjargað.


Það var svo í morgun sem Magnús varð var við snopuna á hestinum Freyju. Með hjálp ná­granna sinna tókst að moka Freyju upp úr skaflinum en eins og sjá má var ekki um hægðar­verk að ræða.

„Hún er að ná sér,“ segir Magnús. „Þetta var bara til­viljun, ég labbaði bara beint að henni,“ segir hann en lítið sem ekkert sást af hestinum. „Þetta var senni­lega eini staðurinn sem þau hefðu getað leitað á. Ég vona bara að hún hafi þetta af sér.“