Í gær var Boeing 737-400 fragtflugvél Bluebird-félagsins snúið við á leið til Keflavíkur frá Dublin og lent í Aberdeen er þrýstingur í flugstjórnarklefanum féll.

Sigurður Ágústsson, stjórnarformaður Bluebird, segir enga hættu hafa verið á ferðum og bjóst við að vélin kæmist aftur á loft eftir skoðun.

Flugvélin var með 7,2 tonn af farmi og þrjá í áhöfn. Dublinlive hefur eftir talskonu flugvallarins að töluverður viðbúnaður hafi verið en betur hafi farið en óttast var.