Fé­lags­stofnun stúdenta, í sam­starfi við stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands, hefur á­kveðið að bjóða stúdentum á stúdenta­görðunum upp á aukin úr­ræði í ljósi CO­VID-19 far­aldursins. Að sögn Jónu Þór­ey Péturs­dóttur er um að ræða þrenn úr­ræði og hafa þau fengið mikil við­brögð.

Stúdentaráð lét gera könnun á líðan háskólanema á þessum óvissutímum. Alls bárust svör frá um 1.548 nemendum. Á skalanum 1-10 svöruðu um 73 prósent nemenda því að líðan þeirra væri 5 eða lægra. „Þetta eru sláandi tölur sem við verðum að taka alvarlega og bregðast við," sagði Jóna um óvissu nemenda.

„Krafa um náms­fram­vindu verður minnkuð þannig að stúdentar þurfa að­eins að ljúka 20 ECTS einingum sam­tals á báðum misserum, í staðinn fyrir 20 einingar á hvert misseri,“ segir Jóna í sam­tali við Frétta­blaðið, en þeir nem­endur þurfa að sýna fram á að þeir komi til með að stunda nám næsta haust.

Hámarksdvalartíma ekki framfylgt og stúdentar geta dreift leigugreiðslum

Þá verður reglum um há­marks­dvalar­tíma ekki fylgt eftir vor­misserið 2020 og mun því misserið ekki telja hjá þeim sem eru að klára sinn tíma. „Þeir sem eru nú þegar komnir á há­marks­tíma eftir þessa önn fá annað tæki­færi,“ segir Jóna en há­marks­dvalar­tími er mis­jafn eftir námi og stöðu nem­enda.

„Síðan er það með tíma­bundna tekju­missinn vegna að­stæðna, að stúdentar geti dreift 25 prósent af leigu­greiðslum fram til 30. júní 2020, það felur í sér að ef þú hefur lent í tíma­bundnum tekju­missi vegna að­stæðna þá getur þú nýtt þér þetta úr­ræði,“ bætir Jóna við. Þeir sem sjá ekki fram á að geta greitt fulla leigu geta því fært það sem vantar upp á fram til næstu mánaða.

Að sögn Jónu höfðu nokkrir nem­endur komið á­hyggjum sínum á fram­færi þar sem þau óttuðust að þau gætu ekki haldið hús­næði sínu því það gat ekki klárað prófin. „Það þarf ekki að gera það lengur,“ segir hún að lokum.