Á Eski­firði hefur rýmingu verið af­létt sem og hættu­stigi sem var þar lýst yfir fyrir helgi. Það hefur verið gert í sam­ráði við ofan­flóða­vakt Veður­stofu Ís­land. Óvissustig almannavarna vegna skriðuhættu er þó enn í gildi á Austurlandi.

Í til­kynningu frá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglunni á Austur­landi kemur fram að mikil hreyfing hafi verið á tveimur stöðum í Odds­skarðs­veginum á fimmtu­dag og að þar hafi sprungur opnast. Frá því í gær hafi þó verið lítil hreyfing og segir að ekki séu vís­bendingar um að stórt svæði hafi verið á hreyfingu. Odd­skarðs­vegur verður lokaður á­fram en til­mæli um að fólk gæti var­úðar við Grjót­á og Lamb­eyrar­á eru felld úr gildi.

Á þriðju­dag verður opinn raf­rænn í­búa­fundur með lög­reglu­stjóra, bæjar­stjóra Fjarða­byggðar og full­trúa Veður­stofu. Upp­lýsingar um tíma­setningu verður send síðar.

Fjölda­hjálpar­stöð Rauða kross Ís­lands í Eski­fjarðar­kirkju hefur verið lokað í kjöl­far þess að rýmingu og hættu­stigi var af­lýst.