Lög­reglu­stjórinn á Austur­landi hefur af­létt rýmingu á þeim húsum sem fjær standa varnar­görðum á Seyðis­firði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum. Hættu­stigi al­manna­varna er þó á­fram í gildi.

Á­kvörðunin byggir á út­reikningum á virkni leiði­garða og safn­þróar undir ó­stöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðis­firði í desember 2020 og Búðar­ár sem liggja nú fyrir. Sam­kvæmt þeim eru allar líkur á að varnar­garðar og safn­þró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn þá mælist hreyfing á hryggnum var á­kveðið að halda enn rýmingu á þeim húsum er standa næst varnar­garðinum.

Þau fimm hús sem á­fram verða rýmd eru: Foss­gata 5 og 7 og Hafnar­gata 10, 16b og 18c.

Búið að ræða við íbúa

Öll ó­við­komandi um­ferð um skriðu­svæðið er ó­heimil og um­ferð um göngu­stíga með­fram Búðar­á og annars staðar þar sem varnar­garðar beina skriðu­straumum verða á­fram með að­gæslu.

Sam­kvæmt til­kynningu Al­manna­varna er búið er að hafa sam­band við íbúa í þeim húsum sem rýmd voru á mánu­dag og þeim kynnt niður­staðan. Herðu­breið verður auk þess opin milli klukkan 18 og 19 í kvöld. Þar verður Teams fundur þar sem full­trúar Veður­stofu, Múla­þings og Al­manna­varna munu sitja fyrir svörum og eru öll vel­komin.

Herðu­breið verður einnig opin á morgun líkt og verið hefur milli klukkan 14 og 16. Þangað geta í­búar í húsum sem enn sæta rýmingu komið og hugað að húsum sínum undir eftir­liti og í skamma stund. Á­kvörðun um slíka heimild verður endur­metin eftir morgun­daginn og niður­staðan þá kynnt.