Rýmingu hefur verið aflétt á sunnanverðum Siglufirði en vegfarendur eru beðnir um að hafa varann á þar sem enn er snjóflóðahætta á slóðum þar sem vélsleðamenn og fjallaskíðafólk sækir.
Snjóalög eru mögulega óstöðug við Stóra-Bola og er fólk beðið um að vera ekki á ferli fyrir ofan varnargarða.
Mikill snjór er í fjöllum og hefur bæst við síðustu daga. Víða um landið er snjóflóðahætta og óvissustig enn í gildi á Norðurlandi, norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði.
Vel hefur gengið að hreinsa vegi í dag en áfram má búast við samgöngutruflunum næstu daga. Hægt er að fylgjast með tilkynningum um færðina á Twitter síðu Vegagerðarinnar.
Flateyrarvegur: Snjóflóð féll á veginn og er hann nú lokaður. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 24, 2021