Söngvari hljómsveitarinnar Low Roars, Ryan Karazija, er látinn eftir stutt veikindi af völdum lungnabólgu, aðeins fertugur að aldri.

„Fögur tónlist hans og textar sem hann söng með sinni áhrifaríku rödd, snerti líf fólks um allan heim og mun gera áfram,“ segir í minningarorðum hljómsveitarinnar sem minnast hans sem góðri og fallegri sál.

Karazija var Bandaríkjamaður og búsettur í Svíþjóð. Hann bjó á Íslandi um árabil árið 2010 þar sem hann vann að tónlist sinni.

Sjötta plana Low Roar var í vinnslu þegar Karazija lést, en hefur hljómsveitin tilkynnt að platan verður gefin út þegar hún er fullkláruð.