For­svars­fólks þriggja stærstu kvik­mynda­gerðar­fyrir­tækja landsins fagna yfir­lýsingu Sigurðar Inga Jóhanns­sonar um hækkun á endur­greiðslu af kostnaði við kvik­mynda­gerð á Ís­landi úr 25 prósent í 35 prósent.

„Slíkt myndi jafna sam­keppnis­hæfni ís­lenskrar kvik­mynda­gerðar og gera okkur kleift að byggja upp að­stöðu og inn­viði á við það sem best gerist,“ segir í yfir­lýsingu frá fyrir­tækjunum þremur.

Í for­svari fyrir RVK Stu­dios er Baltasar Kormákur, í for­svari fyrir Pegasus eru þau Lilja Ósk Snorra­dóttir, Er­lendur Cassata og Snorri Þóris­son og fyrir True North er Leifur Dag­finns­son.

Í yfir­lýsingunni kemur fram að kvik­mynda­klasinn skapi nú þegar um fjögur þúsund bein og af­leidd störf hér­lendis og að klasinn hafi alla burði til að vaxa og dafna.

„Þennan vaxtar­sprota okkar kvik­mynda­gerðar­fólks þarf að rækta, styrkja og styðja við í sam­ræmi við ný­sam­þykkta kvik­mynda­stefnu sem mennta- og menningar­mála­ráð­herra hefur sett,“ segir í yfir­lýsingunni sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

Við styðjum Sigurð Inga til góðra verka

Við undir­rituð, sem erum í for­svari fyrir þrjú af stærstu kvik­mynda­gerðar­fyrir­tækjum landsins, lýsum hér vilja okkar til sam­starfs um á­fram­haldandi upp­byggingu kvik­mynda­gerðar sem arð­skapandi þekkingar­starf­semi á Ís­landi.

Kvik­mynda­klasinn skapar nú þegar hátt í fjögur þúsund bein og af­leidd störf hér­lendis og hefur alla burði til að vaxa og dafna - ís­lensku at­vinnu­lífi, sam­fé­lagi og menningu til heilla. Þennan vaxtar­sprota okkar kvik­mynda­gerðar­fólks þarf að rækta, styrkja og styðja við í sam­ræmi við ný­sam­þykkta kvik­mynda­stefnu sem mennta- og menningar­mála­ráð­herra hefur sett.

Við fögnum yfir­lýsingu Sigurðar Inga Jóhanns­sonar um hækkun á endur­greiðslu af kostnaði við kvik­mynda­gerð á Ís­landi úr 25% í 35%. Slíkt myndi jafna sam­keppnis­hæfni ís­lenskrar kvik­mynda­gerðar og gera okkur kleift að byggja upp að­stöðu og inn­viði á við það sem best gerist.

Við styðjum Sigurð Inga til góðra verka!

Fh. RVK Stu­dios

Baltasar Kormákur

Fh. Pegasus

Lilja Ósk Snorra­dóttir

Er­lendur Cassata

Snorri Þóris­son

Fh. Tru­enorth

Leifur Dag­finns­son