Fjöl­miðla­nefnd hefur sektað RÚV um milljón vegna aug­lýsinga sem þau birtu í tengslum við Krakka­f­réttir en þátturinn er ætlaður börnum 12 ára og yngri.

Í á­kvörðun fjöl­miðla­nefndar, sem var birt í dag, segir að málið hafi verið tekið til efnis­legrar með­ferðar á grund­velli kvörtunar frá Sýn, sem rekur meðal annars Stöð 2. Þau höfðu kvartað yfir því að strax og Krakka­f­réttum lauk, klukkan 18:55 eru sýndar aug­lýsingar en þau töldu það í and­stöðu við bann á­kvæði í lögum um fjöl­miðla.

Sam­kvæmt á­kvæðinu eru aug­lýsingar og fjar­kaupa­inn­skot ó­heimil í dag­skrá sem ætluð er börnum 12 ára og yngri. Bannið hefst 5 mínútum áður en dag­skrá hefst og stendur þar til 5 mínútum eftir að út­sendingu slíkrar dag­skrár lýkur.

Sam­kvæmt mati fjöl­miðla­nefndar teljast Krakka­f­réttir til efnis sem ætlað er börnum yngri en 12 ára og er for­sendur fyrir því mati nefndarinnar raktar í á­kvörðuninni.

Krakka­f­réttir voru sýndar beint á undan aug­lýsinga­tíma á RÚV, fjórum sinnum í viku frá nóvember­mánuði 2015 til maí­mánaðar 2016 og frá hausti til vors ár hvert eftir það.

Sam­kvæmt fjöl­miðla­nefnd er ekkert sem bendir til þess að aug­lýsingunum sem voru sýndar á þessum tíma hafi verið sér­stak­lega beint að börnum. Krakka­f­réttir hafa nú verið færðar framar í dag­skrá RÚV og eru því ekki sýndar beint á eftir eða undan aug­lýsinga­tíma.

Niður­staða fjöl­miðla­nefndar var að Ríkis­út­varpið hafi brotið gegn banná­kvæðinu og var gert að greiða eina milljón í stjórn­valds­sekt.

Nánar hér á vef Fjöl­miðla­nefndar.