Ríkis­út­varpið hefur tekið á­kvörðun um að fram­lengja um­sóknar­frest um starf út­varps­stjóra um sjö daga. Starfið var aug­lýst þann 15. nóvember síðast­liðinn og var upp­haf­legur um­sóknar­frestur til 2. desember, en nú 9. desember.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ríkis­út­varpinu.

Staða út­varps­stjóra var aug­lýst til um­sóknar eftir að Magnús Geir Þórðar­son var ráðinn Þjóð­leik­hús­stjóri, en hann hafði gegnt stöðu út­varps­stjóra frá árinu 2014.

Ríkis­út­varpið til­kynnti í fram­haldinu að það myndi ekki birta lista yfir um­sækj­endur, líkt og al­mennt er gert, en sú á­kvörðun hefur sætt furðu - ekki síst í ljósi per­sónu­verndar­stefnu stofnunarinnar um að RÚV sé skylt, á grund­velli upp­lýsinga­laga, að birta nöfn, heimilis­föng og starfs­heiti þeirra sem sækja um aug­lýst störf.

Kári Jónas­son, for­maður stjórnar RÚV, sagði í sam­tali við Vísiað Ríkis­út­varpinu væri ekki skylt að birta listann því RÚV væri opin­bert hluta­fé­lag. Stjórnin hafi tekið þessa á­kvörðun eftir ráð­leggingar frá ráð­gjafa­fyrir­tækinu Capacent.