Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram í vikunni.
Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu þó fyrirvara.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun frumvarpið ekki ná til umsvifa Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.
Fyrirkomulag styrkveitinga verður ekki óbreytt frá fyrra frumvarpi sem komst ekki í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þegar hafði verið greitt út 400 milljónir króna til einkarekinna miðla samkvæmt fyrra frumvarpi og því verða sömu fjárhæðir undir nú. Opnað verður á skilgreiningu á því hvaða fjölmiðlar geta sótt um styrki. Meðal þeirra sem opnað verður á eru fjölmiðlar sem sérhæfa sig í umfjöllun um íþróttir