Fréttastofa RÚV hefur beðist velvirðingar á því að merki fyrirtækisins Múr og Mál hafi birst í sjónvarpsfréttum og í efni í kjölfar umfjöllunar Kveiks um vinnumansal og stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði.

Merki Múr og Mál birtist dagana eftir Kveik í efni sjónvarpsfrétta en í þætti Kveiks er fyrirtækið hvorki bendlað við mansal né sagt vera starfsmannaleiga.

„Fréttastofan biðst velvirðingar á þessum mistökum og hefur gert ráðstafanir til að fyrirbyggja frekari notkun myndefnisins,“ segir í frétt á vef RÚV.