Allar lík­ur eru á því að Mark Rutt­e verð­i á­fram for­sæt­is­ráð­herr­a Holl­ands, fjórð­a skipt­ið í röð. Þing­kosn­ing­um lauk í gær og er flokk­ur hans, hinn hægr­i­sinn­að­i VVD, á­fram stærst­ur á þing­i með 35 sæti og bætt­i við sig tveim­ur. Alls eru 150 sæti á holl­ensk­a þing­in­u.

Stærst­i sig­ur­veg­ar­i kosn­ing­ann­a er samt sem áður D66, frjáls­lynd­ur jafn­að­ar­flokk­ur, sem bætt­i við sig fimm sæt­um frá síð­ust­u kosn­ing­um og er nú með 24 þing­sæt­i. Leið­tog­i hans er Sigr­id Kaag sem dans­að­i uppi á borð­i í kosn­ing­a­vök­u flokks­ins í gær þeg­ar nið­ur­stöð­urn­ar lágu fyr­ir. Hún hef­ur leng­i starf­að á veg­um Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a og þekkt fyr­ir al­þjóð­a­hyggj­u. Flokk­ur­inn vill frjáls­lynd­ar­i stefn­u í mál­efn­um inn­flytj­end­a, auk­in út­gjöld til mennt­a­mál­a og betr­a sam­starf við Evróp­u­sam­band­ið.

Fram und­an gætu ver­ið lang­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur en árið 2017 tóku þær 208 daga. Nú er hins veg­ar tals­verð tím­a­press­a á stjórn­mál­a­mönn­um þar al­menn­ing­ur sætt­ir sig ekki við lang­ar samn­ing­a­við­ræð­ur með­an COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir.

COVID-19 leik­ið Holl­and grátt

Á­stand­ið í Holl­and­i vegn­a far­ald­urs­ins hef­ur ver­ið erf­itt og um 16 þús­und manns lát­ist af þeim sök­um. Mót­mæl­i hafa ver­ið víða um land­ið vegn­a sótt­varn­a­að­gerð­a en það virð­ist ekki hafa dreg­ið úr vin­sæld­um flokks Rutt­e. Svo virð­ist sem holl­ensk­ir kjós­end­ur vilj­i stöð­ug­leik­a fram yfir breyt­ing­ar á stjórn­ar­far­i.

Nú­ver­and­i stjórn Rutt­e sagð­i af sér um miðj­an jan­ú­ar vegn­a hneyksl­is­máls er varð­að­i kröf­u barn­a­vernd­ar­yf­ir­vald­a til þús­und­a fjöl­skyldn­a um end­ur­greiðsl­u barn­a­bót­a. Stór hlut­i þeirr­a fjöl­skyldn­a sem þurf­i að end­ur­greið­a bæt­urn­ar voru af er­lend­u berg­i brotn­ar.

Vinstr­i­sinn­að­ir flokk­ar fóru illa út úr kosn­ing­un­um og Verk­a­mann­a­flokk­ur­inn stóð í stað, með níu sæti. Vinstr­i Græn­ir misst­u helm­ing þing­sæt­a sinn­a og sitj­a eft­ir með sjö. Sós­í­al­ist­a­flokk­ur­inn misst­i fimm sæti og er nú með níu þing­menn.

Flokk­ur hins um­deild­a hægr­i­manns Ge­ert Wild­ers, PVV, misst­i þrjú sæti og er nú með 17. Hann er þriðj­i stærst­i flokk­ur­inn á þing­i en ljóst er að Rutt­e og flokk­ur hans hef­ur eng­an á­hug­a á stjórn­ar­sam­starf­i með Wild­ers.

Rutt­e hef­ur lýst því yfir að hon­um hugn­ist best sam­starf með D66 og CDA, flokk­i krist­i­legr­a dem­ó­krat­a. Það er þó ekki nóg til að mynd­a meir­i­hlut­a og því er leit haf­in af fjórð­a flokkn­um til að ná 76 sæt­um sem nauð­syn­leg eru til að mynd­a meir­i­hlut­a­stjórn.