Búið er að lýsa Willi­am Ruto sem sigur­vegara for­seta­kosninganna í Kenía. Greint er frá því á vef breska ríkis­út­varpsins að hann hafi naum­lega unnið mót­herja sinn, Raila Odinga, og fengið 50,5 prósent at­kvæða sam­kvæmt opin­berum tölum.

Tafir voru á því að til­kynna um sigur­vegara eftir að starfs­fólk Odinga hafði lagt fram á­sakanir um kosninga­svindl og fjórir af sjö með­limum kosninga­nefndarinnar neituðu að stað­festa niður­stöðuna og sögðu hana ó­skýra.

Juli­ana Cher­era, vara­for­maður ó­háðrar kosninga­nefndar sagði í til­kynningu að þau bæru ekki á­byrgð á þeirri niður­stöðu sem var til­kynnt og að þau myndu koma fram með sína niður­stöðu seinna, og bað íbúa að vera ró­lega á meðan.

Ruto hefur síðustu tíu ár verið vara­for­seti og bauð sig fram til for­seta í fyrsta skipti í ár. Fyrr­verandi for­seti landsins, U­huru Kenyatta, studdi Odinga til em­bættis for­seta. Odinga er fyrrum for­sætis­ráð­herra og var að bjóða sig fram til for­seta í fimmta sinn.

Lögreglan mætti mótmælendum eftir að úrslitin voru tilkynnt í Mathare fátækrahverfinu í Naíróbí.
Fréttablaðið/EPA