Innlent

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð á Kjalarnes í kvöld þar sem rúta valt. Um 30 manns voru í rútunni og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er slysið ekki eins slæmt og talið var í fyrstu.

Myndin er frá vettvangi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Bæði lögregla og sjúkraflutningamenn hafa verið kölluð út eftir að tvær rútur fóru út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi en þar er samkvæmt upplýsingum frá lögreglu afar slæm færð, lítið skyggni og mikill vindur. 

Í annarri rútunni voru um 30 farþegar og í hinni  um 10. Enginn var alvarlega slasaður en þrír með minniháttar áverka. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni verður fólkið flutt til aðhlynningar í Reuykjavík og verður því verki lokað innan skamms. 

Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að aðstæður séu afar erfiðar á vettvangi, bæði sé blint vegna snjókomu auk þess sem mikil hálka er á veginum. 

„Það fóru tvær rútur út af og enginn slasaður er talið, ef eitthvað þá er það minniháttar. Það er verið að vinna að því að koma fólki í skjól vegna veðurs,“ segir Kristján. 

Vesturlandsvegur er lokaður á milli Esjumela og Hvalfjarðarganga. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður lokað þar til lægir. Talið er líklegt að það gerist um klukkan 21. Gul viðvörun er á suðvestur- og vesturlandi í kvöld og er spáð allt að 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast er. 

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 19:32 og klukkan 19:52.

Lokað er um Vesturlandsveg Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing