Rússnesk stjórnvöld hafa skipað borgaryfirvöldum að hætta skráningum á hjónaböndum og óskum um skilnað næstu tvo mánuðina.

Dómsmálaráðherra Rússlands, Konstantin Chuychenko, tilkynnti stjórnsýslunni í gær að hætta að taka við beiðnum um skilnað eða að skrá hjónabönd næstu mánuðina.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg og er vitnað í yfirlýsingu rússneska dómsmálaráðuneytisins. Um 60% hjónabanda í Rússlandi enda í skilnaði.

Rússneska þjóðin tekst nú á við kórónaveirufaraldurinn og hafa borgarstjórarnir í Moskvu og Pétursborg biðlað til íbúa borganna að halda sig heima.

Þá hefur forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Mishutin, rætt hugmyndina að setja útgöngubann í öllu landinu.