Boris Bondarev, full­trúi Rúss­lands hjá Sam­einuðu þjóðunum í Genf, hefur sagt upp starfi sínu vegna stríðsins í Úkraínu. UN Watch, sjálf­stæð mann­réttinda­sam­tök í Genf, greina frá þessu en um er að ræða hæst settasta rúss­neska diplómatann sem sagt hefur af sér síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar.

„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir land mitt,“ segir í yfir­lýsingu Bondarev sem hann sendi á kollega sína í Genf.

Glæpur gegn Úkraínu­mönnum og Rússum

Bondarev segir stríðið ekki að­eins vera glæp gegn úkraínsku þjóðinni heldur einnig þeirri rúss­nesku sem þurrki út alla von um frjálst og far­sælt þjóð­fé­lag.

„Þeir sem skipu­lögðu þetta stríð vilja að­eins einn hlut – að vera við völd að ei­lífu, búa í snobbuðum og smekk­lausum höllum, sigla um á snekkjum sem eru sam­bæri­legar í stærð og kostnaði við gjör­vallan rúss­neska flotann, njóta ó­tak­markaðs auðs og al­gjörs refsi­leysis. Til að ná þessu fram eru þeir til­búnir að fórna eins mörgum lífum og þarf. Þúsundir Rússa og Úkraínu­manna hafa þegar dáið vegna þessa,“ skrifar Bondarev.

UN Watch eru ein þau sam­tök sem fóru í farar­broddi her­ferðarinnar um að reka Rúss­land úr mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna. Hil­le­l Neu­er, fram­kvæmda­stjóri UN Watch, hefur hyllt Bondarev sem hetju og kallað eftir því að fleiri diplómatar feti í fót­spor hans.

„Boris Bondarev er hetja. Við hvetjum alla aðra rúss­neska diplómata við Sam­einuðu þjóðirnar – og út um allan heim – til að fylgja sið­ferði­legu for­dæmi hans og segja af sér.“

Til­efnis­laus sví­virðing

Í yfir­lýsingu Bondarev segist hann hafa fylgst með því í gegnum tuttugu ára starfs­feril sinn hvernig lygar og ó­fag­mennska rúss­neska utan­ríkis­ráðu­neytisins hafi farið sí­vaxandi.

Fremstur þar í flokki sé utan­ríkis­ráð­herrann Sergej Lavrov sem hafi á á­tján árum farið frá því að vera fag­mann­legur mennta­maður yfir í mann­eskju sem ógni heims­friði með þver­sagna­kenndum stað­hæfingum og hóti notkun kjarna­vopna.

„Ég menntaði mig til að vera diplómati og hef verið diplómati í tuttugu ár. Ráðu­neytið hefur verið mitt heimili og mín fjöl­skylda. En ég hrein­lega get ekki lengur tekið þátt í þessari blóðugu, heimsku­legu og gjör­sam­lega til­efnis­lausu sví­virðingu,“ skrifar Bondarev.