Myndband dreifist nú um internetið sem sýnir flugskeyti sem rússneskir aðskilnaðarsinnar í Luhansk-héraði í Úkraínu skutu upp í loft, nokkrum sekúndu, seinna snýr það hins vegar við og sprengist þegar það lenti á jörðunni. The Sun greinir frá þessu.

Myndandið er tekið frá samfélagsmiðlinum Telegram en það var tekið upp snemma í dag á vígstöðvum Rússlands og Úkraínu. Flugskeytinu var miðað á úkraínska herþotu.

Miklir eldar kviknuðu eftir að flugskeytið sprakk við jörðu en það sprakk skammt frá íbúðarhúsnæði, ekki er enn þá vitað um hvort einhverjir hafi látist við sprenginguna.

Ekki hefur verið gefin opinber ástæða fyrir hvers vegna flugskeytið sneri við einungis nokkrum sekúndum frá skoti en getgátur eru uppi um að eigin loftvarnarkerfi Rússa hafi einhvern veginn spilað inn í.