Rúss­nesk flug­fé­lög eru hætt að selja karl­mönnum á aldrinum 18 til 65 ára flug­miða nema þeir geti fram­vísað þar til gerðu ferða­leyfi frá varnar­mála­ráðu­neyti landsins.

Frá þessu er greint á vef Air­li­ve.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til­kynnti um her­kvaðningu í á­varpi sínu til rúss­nesku þjóðarinnar í morgun. Um 300 þúsund ein­staklingar, með reynslu eða þjálfun í hernaði, gætu átt von á því að vera kvaddir til Úkraínu til að taka þátt í stríðinu þar í landi.

Eftir­spurn eftir flugi frá Rúss­landi jókst mjög í kjöl­far á­varps Pútíns og voru flug­ferðir frá landinu fljótar að seljast upp. Virðast í­búar, sumir hverjir að minnsta kosti, hafa á­hyggjur af því að þeir verði kallaðir í herinn haldi á­tökin á­fram að stig­magnast.

Sam­kvæmt vef Avia­sa­les, vin­sælustu flug­leitar­vél Rúss­lands, voru öll flug upp­seld í dag til Georgíu, Tyrk­lands og Armeníu fljót­lega eftir að Pútín flutti á­varp sitt, en þangað geta rúss­neskir ferða­menn farið án vega­bréfs­á­ritunar. Í há­deginu var orðið upp­selt í flug til Aserbaídsjan, Kasakstans, Úsbek­istans og Kirgistans.