Vörubílar með stórum flatskjáum og hljóðkerfi keyra nú um götur Mariupol og útvarpa áróðursefni til íbúa borgarinnar. Fréttamiðillinn The Guardian greinir frá því að Rússar hafa sent ökutækin til hernuminna svæða í Úkraínu, sem sé liður í stefnu rússneskra stjórnvalda að fella svæðin inn í sitt ríki.

Þrátt fyrir að yfirlýsingar um að engin landsvæði yrðu innlimuð í kjölfar innrásarinnar er ljóst að Pútín og innrásarlið rússnesk stjórnvöld séu komin til að vera á þessum hernumdu svæðum. Þá undirritaði Pútín löggjöf á miðvikudaginn, sem gefur íbúum Maríupól og annarra svæða í suðausturhluta Úkraínu heimild til þess að fá flýtimeðferð við að sækja um rússneskt ríkisfang.

Í yfirlýsingu frá rússneska hættuástands ráðuneytinu segir að yfirvöld hafi sent þrjá bíla til þess að koma upplýsingum til íbúa Maríupól, sem þeir segja hafi búið við skort á skýru upplýsingaflæði í þrjá mánuði.

Á myndböndum sem birt hafa verið má sjá bílanna keyra um rústir borgarinnar og útvarpa fréttum og yfirlýsingum frá rússneskum ríkisfjölmiðlum til þeirra örfáu íbúa sem eftir eru í borginni. Bílarnir eru sagðir vera lagðir á stöðum þar sem borgbúar sækja sér vatn og aðrar nauðsynjar frá mannúðarsamtökum sem starfa í borginni.

Mörgum, sem myndböndin hafa séð, þykir þetta útspil Rússa minna óþægilega mikið á á dystópískar lýsingar úr vísindaskáldsögunni 1984 eftir breska rithöfund George Orwell. Þar sem alræði, skoðanakúgun, heilaþvottur og gegndarlaust stríð hafa náð tökum á samfélögum manna og stýra lífi hvers og eins.