Á leið­tog­a­fund­i At­lants­hafs­band­a­lags­ins, NATO, í Madr­íd á Spán­i í dag var sam­þykkt ný grunn­stefn­a sam­bands­ins auk þess sem bæði Finn­land og Sví­þjóð voru form­leg­a boð­in vel­kom­in í band­a­lag­ið.

Leið­tog­ar NATO sam­þykkt­u á fund­in­um hver við­brögð sam­bands­ins eigi að vera við inn­rás­inn­i í Úkra­ín­u og sögð­u inn­rás­in­a hafa al­var­leg­a breytt stöð­u ör­ygg­is í heim­in­um. Þá er nú Moskv­u, eða Rúss­land­i, lýst sem mest­u bein­u ógn­inn­i við ör­ygg­i og stöð­ug­leik­a í sam­bands­ríkj­un­um.

Auk þess til­kynnt­i for­set­i Band­a­ríkj­ann­a, Joe Bid­en, á fund­in­um um um­tals­verð­a aukn­ing­u um­svif­a band­a­rísk­a hers­ins í Evróp­u en hann sagð­ist munu send­a fleir­i her­menn, skip og flug­vél­ar til Evróp­u. Sam­hlið­a þess­u verð­ur sett upp band­a­rísk her­stöð í Pól­land­i. For­set­inn sagð­i aldr­ei hafa ver­ið meir­i þörf fyr­ir NATO en nú.

Fram­kvæmd­a­stjór­i NATO, Jens Stol­ten­berg, sagð­i í dag að sam­band­ið sé að gang­a í gegn­um sín­ar stærst­u breyt­ing­ar síð­an í kald­a stríð­in­u. Þá til­kynnt­u Bret­ar einn­ig að þeir mynd­u auka við her­afl­a sinn í Evróp­u.

For­sæt­is­ráð­herr­a, Katr­ín Jak­obs­dótt­ir, seg­ir formlegt boð Finna og Svía í sambandið hafa ver­ið sög­u­leg­a stund á fund­in­um í dag en hún er við­stödd hann á­samt ut­an­rík­is­ráð­herr­a, Þór­dís­i Kol­brún­u R. Gylf­a­dótt­ir. á myndinni að neðan er Katrín með leiðtogum annarra norræna ríkja í sambandinu.