Þótt Rúss­land hafi áður sagt að það sé Finna að á­kveða mögu­lega aðild að At­lants­hafs­banda­laginu (NATO), þá er ljóst að slík á­kvörðun myndi hafa mjög nei­kvæð á­hrif á tví­hliða sam­skipti ríkjanna, sam­kvæmt skýrslu sem ríkis­stjórn Finn­lands sendi frá sér í síðustu viku.

Í skýrslunni „Govo­rit Moskva“ eða Moskva talar, er lagt mat á sam­skipti Finna og Rússa í sögu­legu, sam­fé­lags­legu og al­þjóð­legu ljósi. Skýrslan byggir að miklu leyti á rúss­neskum heimildum og við­tölum við rúss­nesk yfir­völd.

Sam­kvæmt henni hefur mjög lítið breyst síðan 2007, þegar Vla­dí­mír Pútín, for­seti Rúss­lands, hélt fræga ræðu í München um nýja utan­ríkis­stefnu Rússa. Þar kom fram að Rússar vildu fá fyrra hlut­verk sem heims­veldi og vildu láta finna fyrir sér. Heilindi, full­veldi og þörf fyrir að sýnast stór­veldi skipti Moskvu miklu máli. Til­finning um svik og móðgun Vestur­landa hafi rík á­hrif á á­kvarðanir og skila­boð Rússa.

Hags­munir Rúss­lands í Finn­landi skipta ekki eins miklu máli og áður. Finn­land sé ekki lengur skot­mark, því landið sé ekki talið öflugt eða mikil­vægt aðildar­ríki Evrópu­sam­bandsins. Vægi Finna sé það lítið, að mati Rússa, að þeir þurfi ekki að óttast þá.

Sam­kvæmt skýrslunni lítur Moskva svo á að Finn­land sé að huga að aðild að NATO. Það telji Rússar raun­veru­lega ógn og sam­þykki slíkt ekki.

Eystra­salts­ríkin, þrjú ná­granna­ríki Finna, Eist­land, Lett­land og Litháen, eru aðildar­ríki At­lants­hafs­banda­lagsins, en Sví­þjóð og Finn­land eru í ýmiss konar sam­starfi við banda­lagið.