Rússar skutu flugskeyti á vinsæla verslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk, borg sem liggur í miðri Úkraínu við ána Dnipro. Vólódómír Selenskíj, forseti Úkraínu segir þúsund almenna borgara hafa verið staðsettir í verslunarmiðstöðinni þegar skotið var á hana. Fréttastofan The Guardian greinir frá þessu.
Miklir eldar geisa í verslunarmiðstöðinni núna en myndbönd hafa farið á dreif um samfélagsmiðla þar sem sést að slökkviliðsbílar séu mættir á vettvang og byrjaðir að berjast við eldinn, sem er mikill.
⚡️ Zelensky: 'Russia strikes shopping center in Kremenchuk, while over thousand people inside.'
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) June 27, 2022
“The mall is on fire, firefighters are trying to extinguish the fire, the number of victims is impossible to imagine," said President Volodymyr Zelensky.
Volodymyr Zelensky/Telegram pic.twitter.com/Pb8IGeAevD
Í samtali við Reuters segir Selenskíj að það sé ómögulegt að ímynda sér fjölda þeirra sem slösuðust eða létust í árásinni. Hann tjáði sig ekkert um hversu margir hafi látist í árásinni, enda væri árásin svo ný skeð.
The Guardian segir að minnst kosti tveir séu látnir og tuttugu aðrir hafa slasast, en sú tala á líklega eftir að hækka.
„Það er tilgangslaust að vonast eftir velsæmi og mannúð frá Rússlandi,“ skrifaði Selenskíj á samfélagsmiðilinn Telegram.
Rúmlega 200 þúsund bjuggu í borginni áður en Rússar réðust inn í Úkraínu, en það er nær ómögulegt að segja hversu margir búa í borginni núna. Borgin er með eina stærstu olíuhreinsunarstöð sem staðsett er í Úkraínu.
Horror scenes in Kremenchuk, as a Russian missile hits a shopping centre. The man speaking on phone : “people were are the building, the walls are starting to fall in” pic.twitter.com/REDBFmuT3R
— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 27, 2022