Rússar skutu flug­skeyti á vin­sæla verslunar­mið­stöð í borginni Kremenchuk, borg sem liggur í miðri Úkraínu við ána Dnipro. Vóló­dómír Selenskíj, for­seti Úkraínu segir þúsund al­menna borgara hafa verið stað­settir í verslunar­mið­stöðinni þegar skotið var á hana. Frétta­stofan The Guar­dian greinir frá þessu.

Miklir eldar geisa í verslunar­mið­stöðinni núna en mynd­bönd hafa farið á dreif um sam­fé­lags­miðla þar sem sést að slökkvi­liðs­bílar séu mættir á vett­vang og byrjaðir að berjast við eldinn, sem er mikill.

Í sam­tali við Reu­ters segir Selenskíj að það sé ó­mögu­legt að í­mynda sér fjölda þeirra sem slösuðust eða létust í á­rásinni. Hann tjáði sig ekkert um hversu margir hafi látist í á­rásinni, enda væri á­rásin svo ný skeð.

The Guar­dian segir að minnst kosti tveir séu látnir og tuttugu aðrir hafa slasast, en sú tala á lík­lega eftir að hækka.

„Það er til­gangs­laust að vonast eftir vel­sæmi og mann­úð frá Rúss­landi,“ skrifaði Selenskíj á sam­fé­lags­miðilinn Telegram.

Rúm­lega 200 þúsund bjuggu í borginni áður en Rússar réðust inn í Úkraínu, en það er nær ó­mögu­legt að segja hversu margir búa í borginni núna. Borgin er með eina stærstu olíu­hreinsunar­stöð sem stað­sett er í Úkraínu.