Að minnsta kosti þrír eru látnir og fimm slasaðir eftir að rúss­neski herinn varpaði flug­skeytum á borgina My­kola­iv í suður­hluta Úkraínu í morgun.

Eitt flug­skeytið lenti á í­búðar­byggingu þar sem margir í­búar voru í fasta svefni. Björgunar­að­gerðir standa yfir á vett­vangi og er óttast að fleiri muni finnast látnir.

Myndir á sam­fé­lags­miðlum sýna meðal annars rústir fjögurra hæða fjöl­býlis­húss í borginni.

Oleksandr Sen­kevych, borgar­stjóri My­kola­iv, segir við Reu­ters að minnst átta flug­skeyti hafi lent í borginni í morgun. Hvatti hann íbúa til að leita skjóls ef mögu­leiki er á.