Tæpum sólarhring eftir að yfirvöld í Úkraínu og Rússlandi náðu samningum um að flytja mætti korn og hveitiafurðir frá Úkraínu hafa Rússar nú ráðist á hafnarborgina Odessa.

Þetta kemur fram á fréttavef The Guardian en Rússar notuðu flugskeyti til þess að sprengja upp höfn borgarinnar í einni stærstu árás á Úkraínska borg síðan stríðið hófst.

Árásin er sögð sérstaklega slæm í ljósi þeirra samninga sem náðust í Tyrklandi á föstudag en til stóð að hafnir í Úkraínu fengju frið til þess að sinna útflutningi sínum til að koma í veg fyrir hækkun á matvælaverði og yfirvofandi hungursneyð. Til stóð að flytja í kringum 20 tonn af matvælum frá borginni eftir að samningar náðust.

Loftvarnir Odessa náðu að granda tveimur af fjórum skeytum sem skotið var að borginni en tvö þeirra hæfðu skortmörk sín við höfnina.

Ekki hefur staðið á viðbrögðum frá stjórnvöldum í Úkraínu, sem biðla nú til Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands að þrýsta á Rússa að standa við gefin loforð.