Rússnesk yfirvöld segjast hafa náð borginni Lysychansk á sín völd og í leiðinni hafi þeir frelsað hana. Fyrr í morgun umkringdu rússneskir hermenn borgina en yfirlýsingar segja að borgin sé á þeirra valdi. Yfirvöld í Úkraínu eru ekki sammála fullyrðingu Rússa.

Hart hefur verið barist um borgina en aðskilnaðarsinnar á vegum Rússa náðu borginni á sitt vald áður en her Úkraínu náði henni til baka. Það var síðan í morgun þegar rússneskir hermenn tóku borgina síðan aftur.

Borgin var sögð vera síðasta höfuðvígi Úkraínumanna í Lúhansk héraði en ef Rússar hafa náð borginni er Lúhansk hérað algjörlega undir stjórn Rússa.

Úkraínumaðurinn Serhiy Haidai, ríkisstjóri Lúhansk héraðs, sagði rússneska herinn búinn að koma sér örugglega fyrir en væru þó ekki búnir að ná völdum á borginni. Hann sagði vera kviknað í borginni eftir að Rússar vörpuðu öllu sínu herliði á borgina.

Talsmaður Varnamálaráðuneytis Úkraínu sagði borgina ekki vera undir fullri stjórn Rússa, hann sagði Úkraínumenn enn vera umsvifamikla í borginni. Hann sagði stöðuna í borginni vera frekar taugaspennta.

Talsmaðurinn var á sama máli og Haidai um að Rússar væru með stanslausar árásir á borgina og það væri erfitt að verjast því.