Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að það hafi sex hundruð úkraínskir hermenn fallið í árás á Kramatorsk í nótt.

Tölurnar hafa ekki verið staðfestar af Úkraínumönnum.

Að sögn varnarmálaráðuneytisins náðu Rússar með því fram hefndum frá árás Úkraínumanna á herstöð Rússa í Chulakivka á nýársdag.

Búið er að staðfesta að tæplega hundrað Rússar létust í þeirri árás.