Rúss­nesk stjórn­völd segj­a stöðv­un um­ferð­ar her­skip­a og ann­arr­a er­lendr­a skip­a um hlut­a Svart­a­hafs muni ekki hafa á­hrif á al­menn­a skip­a­um­ferð um Kerts­sund við Krím­skag­a. Rík­is­fjöl­mið­ill­inn RIA grein­ir frá þess­u. Úkra­ín­u­menn hafa harð­leg­a gagn­rýnt lok­un­in­a, sem gild­ir næst­a hálf­a árið, og sagt hana brjót­a á rétt­i lands­ins sem strand­rík­is.

Kerts­sund, sem teng­ir Svart­a­haf­ið við Asov­haf, gegn­ir lyk­il­hlut­verk­i í birgð­a­flutn­ing­um, sér­stak­leg­a með korn­met­i. Rúss­ar segj­a nú að er­lend­um frakt­skip­um, far­þeg­a­skip­um og veið­i­skip­um muni á­fram verð­a hleypt í gegn. En Rúss­ar inn­lim­uð­u Krím­skag­a árið 2014 og hafa sund­ið á sínu vald­i.

Lok­un­in er ekki til þess að létt­a á spenn­unn­i mill­i Rúss­lands og Úkra­ín­u. Skær­ur mill­i rúss­neskr­a upp­reisn­ar­mann­a í Aust­ur-Úkra­ín­u og hers Úkra­ín­u­mann­a hafa auk­ist und­an­farn­ar vik­ur og Rúss­ar eru með stór­an her­afl­a við land­a­mær­in, reið­u­bún­ir að sker­ast í leik­inn. Hafa Úkra­ín­u­menn biðl­að til vest­ur­veld­ann­a um stuðn­ing.

Her­æf­ing­ar til að sýna klærn­ar

Minnst­u mun­að­i að sjó­orr­ust­a yrði á fimmt­u­dag þeg­ar þrjú úkr­a­ínsk her­skip og fimm strand­gæsl­u­skip Rúss­a mætt­ust við Kerts­sund, nokkr­um klukk­u­tím­um áður en sund­in­u var lok­að. Þett­a er ekki í fyrst­a skipt­i sem flot­arn­ir mæt­ast þar, en árið 2018 tóku Rúss­ar þrjú úkr­a­ínsk skip her­fang­i og hand­tók­u 24 skip­verj­a.

Bæði Rúss­ar og Úkra­ín­u­menn hafa hald­ið stór­ar her­æf­ing­ar ný­leg­a til þess að sýna mátt sinn. Sam­far­a lok­un­inn­i á Svart­a­haf­i hafa Rúss­ar bann­að all­ar her­æf­ing­ar er­lendr­a ríkj­a þar. Band­a­ríkj­a­menn von­ast enn til þess að hægt sé að lægj­a öld­urn­ar og á­kváð­u að hætt­a við að send­a tvö beit­i­skip í gegn­um sund­ið eins og á­ætl­að var.