Rússa íhuga níu að aftengja sig Internetinu í stutta stund. Aftenging þeirra við Internetið væri hluti af prófum til að tryggja stafrænar varnir þeirra gegn árásum á Internetinu.

Í prófinu munu engin gögn fara út fyrir Rússland heldur munu öll gögn sem hlaðið er niður og upp haldast innan Rússlands í stað þess að vera send alþjóðlega.

Gert er ráð fyrir því að prófið verði framkvæmt fyrir þann 1. apríl á þessu ári, en engin dagsetning hefur þó enn verið sett.

Drög að lögum sem segja til um tæknilegar breytingar sem þarf að framkvæma svo hægt verði að prófa var kynnt á rússneska þinginu á síðasta ári. Lögin gera ráð fyrir því að netþjónustuaðilar sem starfa í Rússlandi verði starfhæfir myndi Rússland verða fyrir netárásum af hendi erlendra aðila og geti þá einangrað Internetið

Atlandshafsbandalagið og bandamenn þeirra hafa hótað Rússum refsiaðgerðum vegna netárása og annarra árása á netinu sem þau hafa ítrekað verið sökuð um að standa að baki.

Í lögunum er gert ráð fyrir að Rússar byggi sinn eigin nafnaþjón léna (DNS) svo enn verði hægt að komast á netið verði alþjóðlegir þjónar óvirkir í kjölfar árása.

Í dag eru tólf aðilar alþjóðlega sem sjá um þessa DNS þjóna og er enginn af þeim staðsettur í Rússlandi. Þrátt fyrir það er talið að Internetið í Rússlandi myndi virka þrátt fyrir að þau væru beitt refsiaðgerðum.

Í prófinu er einnig gert ráð fyrir því að netþjónustuaðilar geti beint gögnum beint til tækja sem stjórnvöld stjórni og geti þannig síað út samskipti milli Rússa innanlands en hægt sé að stöðva samskipti sem séu við aðila utan Rússlands.

Rússar vilja að lokum að öll samskipti fari í gegnum þessi tæki. Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að talið sé að tilraunin sé upphafið að allsherjar ritskoðun álíka því og þekkist í Kína.

Greint er frá á BBC.