Rúss­neskt herskip sigldi tvisvar sinnum inn fyrir land­helgi Rússa á síðasta sólar­hring. Varnar­mála­ráðu­neyti Dan­merkur greinir frá þessu, DR fjallar um það.

Um hálf tvö á staðar­tíma síðustu nótt sigldi herskipið inn fyrir land­helgi Dan­merkur í fyrsta sinn. Nokkrum tímum síðar endur­tók það leikinn. Eftir köll í gegnum tal­stöðvar yfir­gaf herskipið land­helgina fljótt.

Borgundarhólmur er eyja í Eystrasalti sem liggur fyrir sunnan Svíþjóð, eyjan tilheyrir þó Danmörku.

Jeppe Kofod, utan­ríkis­ráð­herra Dan­merkur, sagði á Twitter að þetta væri á­byrgðar­laus, gróf og ó­við­unandi ögrun. Rúss­neski sendi­herrann í Danmörku verður kallaður til utan­ríkis­ráðu­neytis Dan­merkur.

Danir kusu fyrr í júní að taka upp sam­eigin­lega öryggis- og varnar­mála­stefnu Evrópu­sam­bandsins en þau höfðu verið með undan­þágu frá henni í þrjá ára­tugi. Það kom til vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu. Stjórn­völd í Dan­mörku fóru því að endur­skoða öryggis- og varnar­mál í landinu.

66,9 prósent Dana kusu með því að taka upp sam­eigin­lega öryggis- og varnar­stefnu í þjóðar­at­kvæða­greiðslunni sem haldin var í byrjun júní.