Starfsmannastjóri forseta Úkraínu, Andrij Yermak hefur staðfest að Rússar og Úkraínumenn hafi skipt á 60 stríðsföngum eftir langar samningaviðræður.
Yermak deildi fréttunum á Twitter og sagði að dagurinn væri táknrænn.
Another successful POWs swap. Symbolically, it took place on the Armed Forces Day. 60 people are coming home. Among them are army servicemen, the National and Border Guards. pic.twitter.com/EoNCEbTiht
— Andriy Yermak (@AndriyYermak) December 6, 2022
Meðal stríðsfanga sem fengu frelsi sitt í dag, voru hermenn sem höfðu barist lengi í Maríupól, meðal annars í Azovstal stálverksmiðjunni.
„Ástvinir og þeirra nánustu aðstandendur hafa beðið lengi eftir þessum degi,“ sagði Yermak.