Starfs­manna­stjóri for­seta Úkraínu, Andrij Yer­mak hefur stað­fest að Rússar og Úkraínu­menn hafi skipt á 60 stríðs­föngum eftir langar samninga­við­ræður.

Yer­mak deildi fréttunum á Twitter og sagði að dagurinn væri tákn­rænn.

Meðal stríðs­fanga sem fengu frelsi sitt í dag, voru her­menn sem höfðu barist lengi í Maríu­pól, meðal annars í Azovs­tal stál­verk­smiðjunni.

„Ást­vinir og þeirra nánustu að­stand­endur hafa beðið lengi eftir þessum degi,“ sagði Yer­mak.