Erlent

Rússar neita að hafa átt við sönnunargögn

Rússneskir ráðamenn neita að hafa átt við sönnunargögn í tengslum við meinta efnavopnaárás í Douma í Sýrlandi í fyrir rúmri viku. Efnavopnaárásin leiddi til þess að Bandaríkjamenn, ásamt Bretum og Frökkum skutu loftskeytum á herstöðvar sýrlenska stjórnarhersins.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. EPA

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússland, neitar því að Rússar hafi átt við sönnunargögn í tengslum við meinta efnavopnaárás í Douma í Sýrlandi fyrir rúmri viku. Rússneski herinn hefur nú tilkynnt að alþjóðleg rannsóknarnefnd muni mæta til Douma á miðvikudaginn til þess að kanna ástand mála og hvað sé til í ásökunum á hendur sýrlenska stjórnarhersins um að ólögleg efnavopn hafi verið notuð á óbreytta borgara. Bandaríkjamenn hafa viðrað áhyggjur sínar vegna þess. BBC greinir frá þessu þar sem haft er eftir Lavrov að hann ábyrgist það að Rússar hafi ekki falsað, eða átt við vettvanginn.

Níu aðilar frá OPCW, eða Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar hafa beðið eftir grænu ljósi til þess að fara á vettvang árásanna. 

Rússar standa þétt við bak Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og sýrlenska stjórnarhersins. Rússneskir ráðamenn kölluðu eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir árásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, en ríkið nýtti sér neitunarvald sitt í öryggisráðinu nýverið til þess að hindra að óháð rannsókn yrði gerð á efnavopnaárásinni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Segjast hafa sannanir fyrir efnavopnaárás

Sýrland

Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás

Erlent

Árásin „svívirðilegt brot gegn alþjóðalögum“

Auglýsing

Nýjast

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Stúlkurnar þrjár fundnar

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Auglýsing