Rúss­neski þing­maðurinn Andrey Guru­lyov, náinn banda­maður Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, segir að Rússar muni fyrst ráðast á London, höfuð­borg Bret­lands, brjótist þriðja heims­styrj­öldin út.

Andrey, þing­maður Sam­einaðs Rúss­lands og full­trúi í varnar­mála­nefnd rúss­neska þingsins, var í við­tali í rúss­neska sjón­varpinu þar sem hann varpaði þessu fram.

Á­standið í Evrópu er eld­fimt um þessar mundir vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu og þá hefur það ekki verið til að lægja öldurnar að Litáar lokuðu á dögunum fyrir vöru­flutninga til Kalínin­grad, rúss­nesks yfir­ráða­svæðis milli Litá­ens og Pól­lands.

Andrey segir að mögu­lega verði Rússum ekki önnur leið fær en að ráðast inn í Eystra­salts­ríkin sem eru full­trúar NATO. Ef svo færi er ljóst að NATO yrði að bregðast við og gætu af­leiðingarnar orðið alls­herjar­stríð Rússa og aðildar­þjóða NATO.

Andrey segir að Rússar séu hvergi bangnir og til­búnir að svara fyrir sig af hörku. „Við munum ekki byrja á Var­sjá, París eða Ber­lín. Við munum byrja á London. Það er deginum ljósara að mesta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir er þar,“ sagði hann á­kveðinn.

Í frétt breska blaðsins Mirror kemur fram að Andrey hafi verið settur á svartan lista hjá stjórn­völdum í Banda­ríkjunum vegna tengsla hans við Vla­dimír Pútín. Þá er bent á að í febrúar síðast­liðnum hafi náðst upp­taka af honum þar sem hann hvatti rúss­neska her­menn til að brenna heimili Úkraínu­manna og henda þeim út á götu.