Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum en eina undartekningin verður gerð fyrir rússneska ríkisborgara á heimleið.

Á sama tíma var tilkynnt að öllum veitingarstöðum, skemmtistöðum og verslunum fyrir utan lyfja- og matvöruverslanir skyldi lokað í viku frá og með 28. mars.

Öllu áætlunarflugi hefur verið aflýst en undantekningar verða gerðar á flugum til að sækja rússneska farþega víðsvegar um heiminn til að koma þeim heim.

Þetta er gert til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónaveirunnar en alls hafa 840 smit verið staðfest í Rússlandi.

Aeroflot, stærsta flugfélag Rússlands, ætlaði ekki að láta útbreiðslu kórónaveirunnar stöðva flugáætlun sína og var enn með áætlunarflug til borga á borð við New York, París, London og Róm áður en rússnesk stjórnvöld gripu inn í.