Rússar segja fyrir­hugaða um­sókn Finna um aðild að At­lants­hafs­banda­laginu vera fjand­sam­legt út­spil sem ógni öryggi rúss­neska sam­bands­ríkisins. Tals­maður Kremlar segir að Rúss­land muni bregðast við þessum um­leitunum en vill ekki gefa upp að hvaða leyti. Reu­ters frétta­stofan greinir frá.

„Finn­land hefur tekið þátt í fjand­sam­legum að­gerðum Evrópu­sam­bandsins gegn landi okkar. Þetta getur ekki annað en vakið upp harm okkar og er á­stæða fyrir sam­svarandi sam­ræmdum við­brögðum af okkar hálfu,“ segir Dmi­try Peskov, fjöl­miðla­full­trúi rúss­nesku ríkis­stjórnarinnar.

Rúss­neska utan­ríkis­ráðu­neytið tók í sama streng og sagði að Rúss­land myndi neyðast til að svara í sömu mynt og grípa til hernaðar­legra og tækni­legra að­gerða til að bregðast við vaxandi ógn gegn þjóðar­öryggis landsins.

„Helsinki hljóta að vera með­vituð um á­byrgð og af­leiðingar slíks út­spils,“ segir ráðu­neytið.

Dmi­try Peskov, fjöl­miðla­full­trúi rúss­nesku ríkis­stjórnarinnar, á sigurdegi Rússa 9. maí.
Fréttablaðið/EPA

Ætla að sækja um aðild á næstu dögum

Sauli Niini­sto, for­seti Finn­lands, og Sanna Marin, for­sætis­ráð­herra, gáfu í dag frá sér sam­eigin­lega yfir­lýsingu þar sem þau segja það nauð­syn­legt að Finn­land sæki „tafar­laust“ um aðild að NATO.

Svíar stefna að því að sækja um NATO-aðild í næstu viku. Rætt verður um þjóðar­öryggis­mál í sænska þinginu á mánu­dag og hefur for­sætis­ráð­herrann Magda­lena Anders­son boðað til sér­staks ríkis­stjórnar­fundar í kjöl­farið þar sem tekin verður form­leg á­kvörðun um um­sókn. Sænska dag­blaðið Expres­sen greinir frá þessu í dag.

Á­kvörðun þessa tveggja Norður­landa um að snúa baki við hlut­leysi sínu sem löndin héldu í gegnum gjör­vallt Kalda stríðið markar einn stærsta við­snúning í öryggis- og varnar­málum Evrópu undan­farna ára­tugi.

Löndin eru ein tvö stærstu Evrópu­löndin sem eiga eftir að sækja um aðild að sam­bandinu auk þess sem Finn­land deilir 1.300 kíló­metra löngum landa­mærum að Rúss­landi sem myndi tvö­falda lengd fram­línu NATO gegn Rúss­landi í vestri, gangi Finn­land í sam­bandið.

Finn­land hefur tekið þátt í fjand­sam­legum að­gerðum Evrópu­sam­bandsins gegn landi okkar. -Dmi­try Peskov

Ýja að notkun kjarn­orku­vopna

Dmi­try Peskov segir þessar um­leitanir Svía og Finna vera skýra ógn gegn Rúss­landi sem sé ekki til þess fallin að auka öryggis í Evrópu. Spurðu um hver við­brögð Rússa muni vera segir hann:

„Það ræðst allt af því hvernig spilast mun úr þessari út­þenslu og hversu um­fangs­mikill flutningur hernaðarinn­viða í átt að rúss­nesku landa­mærunum verður.“

Fyrrum for­seti Rúss­lands, Dmi­try Med­vedev, sem er vara­for­maður stjórnar­manns Rúss­neska öryggis­ráðsins, hefur áður talað um mögu­leika þess að koma fyrir kjarn­orku­vopnum í Kalíníngrad, inn­skots­svæði Rússa við Eystra­saltið.

Spurður út í um­mæli Med­vedev um mögu­leika þess að vaxandi spenna á milli Rúss­lands og Vestur­veldanna komi af stað kjarn­orku­stríði sagði nafni hans Peskov að allir vildu forðast í lengstu lög átök á milli Rúss­lands og NATO. Hann í­trekaði þó við­vörun Vla­dí­mírs Pútíns um að Rúss­land væri til­búið til að bregðast við á ó­tví­ræðan hátt gegn hverjum þeim sem blandar sér inn í „sér­staka hernaðar­að­gerð“ þeirra í Úkraínu.