Skip fullt af úkraínsku korni hefur siglt frá höfninni í Odesa, en það er fyrsta skipið til þess að gera það frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, að sögn innviðaráðherra Úkraínu. The Guardian greinir frá þessu.
Skipið sigldi frá höfninni með 26 þúsund tonn af korni og er áfangastaðurinn Líbanon. Rússar og Úkraínumenn undirrituðu fyrr í júlí samkomulag til þess að tryggja útflutning á úkraínsku korni frá höfnum við Svartahaf.
The first 🇺🇦 grain ship since #RussianAggression has left port. Thanks to the support of all our partner countries & @UN we were able to full implement the Agreement signed in Istanbul. It’s important for us to be one of the guarantors of 🌏 food security. pic.twitter.com/jOz3bdmdfB
— Oleksandr Kubrakov (@OlKubrakov) August 1, 2022
Þrátt fyrir undirritun samningsins fóru margir að efast að Rússar myndu virða hann en sólarhring eftir undirritun fjölgaði rússneskum hermönnum á höfnum Odesa. Rússar skutu síðan niður úkraínskt skip við höfnina en þeir réttlættu það með því að segja að skipið hafi borið vopn en ekki korn.
Innviðaráðherra Úkraínu, Oleksandr Kubrakov, sagði Úkraínu vera að taka fyrsta skrefið til þess að koma í veg fyrir hungursneyð í heiminum. Hann sagði Úkraínu hafa gert hvað sem er til þess að geta siglt aftur frá höfnum Svartahafs. Hann sagði eining að með tilkomu þess að skip séu byrjuð að sigla aftur þaðan veiti það úkraínska efnahagnum milljarð Bandaríkjadollara í erlendum gjaldeyri.
Úkraína er stærsti kornaframleiðandi í heimi. En frá innrás Rússa hefur safnast upp mikið af korni sem ekki hefur náðst að senda úr landi, eða um tuttugu milljón tonn. Hindrun Rússa hefur valdið gríðarlegri hækkun á verði á korni ásamt því að valda kornskorti víða um heim.