Átök í héraðinu Donetsk stigmagnast og hófu Rússar stórfellda sprengjuárás í bæjum og þorpum í austur-hluta Úkraínu.
Að sögn Pavlo Kyrylenko, yfirmanns herstjórnar Donetsk-héraðs varð bærinn Avdiivka fyrir barðinu á sprengjuárásum Rússa.
Bærinn Avdiivka hefur verið undir stöðugri árás síðan innrás Rússa hófst, en úkraínuher fer með yfirráð á svæðinu.
Þá sagði Kyrylenko einnig að borgin Lyman í Donetks-héraði hafi þurft að þola stöðugar sprengjuárásir Rússa, en fjórir almennir borgara létu lífið í gær.
„Óvinurinn lætur ekki af stöðugum sprengjuárásum á svæði þar sem herinn okkar er staðsettur,“ kemur fram í tilkynningu frá úkraínska hernum.
Rússar halda áfram að ráðast á innviði Úkraínu, til að mynda vatnsleiðslur og rafmagnslínur og töluvert hefur verið um rafmagnsleysi víða um landið.