Átök í héraðinu Do­netsk stig­magnast og hófu Rússar stór­fellda sprengju­á­rás í bæjum og þorpum í austur-hluta Úkraínu.

Að sögn Pavlo Kyry­len­ko, yfir­manns her­stjórnar Do­netsk-héraðs varð bærinn Avdi­i­vka fyrir barðinu á sprengju­á­rásum Rússa.

Bærinn Avdi­i­vka hefur verið undir stöðugri árás síðan inn­rás Rússa hófst, en úkraínu­her fer með yfir­ráð á svæðinu.

Þá sagði Kyry­len­ko einnig að borgin Lyman í Donetks-héraði hafi þurft að þola stöðugar sprengju­á­rásir Rússa, en fjórir al­mennir borgara létu lífið í gær.

„Ó­vinurinn lætur ekki af stöðugum sprengju­á­rásum á svæði þar sem herinn okkar er stað­settur,“ kemur fram í til­kynningu frá úkraínska hernum.

Rússar halda á­fram að ráðast á inn­viði Úkraínu, til að mynda vatns­leiðslur og raf­magns­línur og tölu­vert hefur verið um raf­magns­leysi víða um landið.