Dótturfyrirtæki rússnesks ríkisrekins orkufyrirtæki segir að klukkan eitt í nótt verði þau að hætta að flytja inn rafmagn til Finnlands. Frá þessu er greint á vef Guar­dian og vísað í til­kynningu frá RAO Nor­dic, orku­fyrir­tæki sem er dóttur­fé­lag ríkis­rekins orku­fyrir­tækis í Rúss­landi. Til­kynningin kemur eftir að að Finn­land til­kynnti að þau ætli að ganga í NATO en því hafa Rússar verið mjög mót­fallnir.

Í til­kynningu á vef RAO Nor­dic kemur fram að þau neyðist til þess að hætta inn­flutningi á raf­magni og vísa til þess að fyrir­tækið sem hafi séð um flutninginn, Nord Pool, hafi ekki greitt fyrir inn­flutning raf­magnsins frá því 6. maí.

„Þetta er ein­stök staða og þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ára við­skipta­sögu okkar sem þetta gerist,“ segir í til­kynningunni og að þau vonist til þess að bætt verði úr þessu sem fyrst.

Á sænska vefnum SVT kemur fram að um tíu prósent orku­notkunar Finna sé inn­flutt raf­magn frá Rúss­landi og að því ógni þetta ekki orku­forða Finna og að það sé hægt að bæta úr því sem þau tapa frá Rúss­landi með raf­magni frá Sví­þjóð og með finnski fram­leiðslu.

Í gær var einnig greint frá því í erlendum miðlum að Rússar hafi hótað að hætta að senda gas til Finnlands en það er aðeins um fimm prósent af allri orkunotkun þeirra.