Norður-Kórea gæti að­stoðað Rússa við upp­byggingu í Do­netsk og Lúhansk héruðum með því að senda verka­menn til héraðanna. Þetta segir sendi­herra Rússa í Norður-Kóreu en refsi­að­gerðir Sam­einuðu þjóðanna banna það. NK News greinir frá þessu.

Sendi­herra Rússa í Norður-Kóreu, Alexander Mat­segora sagði Norður-Kóreu sjá tæki­færi í því að hjálpa Rússum að endur­byggja héruðin.

Do­netsk og Lúhansk eru þau tvö héruð sem hafa komið hvað verst úr stríðinu í Úkraínu. Rússar hafa herjað á héruðin og náð nánast fullri stjórn á þeim.

Mat­segora sagði í sam­tali við rúss­neskan fjöl­miðil að vel þjálfaðir verka­menn á vegum Norður-Kóreu sem eru færir um að vinna í erfiðum að­stæðum gætu komið að góðum notum í upp­byggingu á inn­viðum svæðanna.

Senda verkamenn í lélegar aðstæður

Yfir­völd í Norður-Kóreu hafa stundað það að selja verka­menn til er­lendra landa þar sem þau vinna í lé­legum að­stæðum. Sam­einuðu þjóðirnar bönnuðu ríkjum að stunda slík við­skipti við Norður-Kóreu árið 2016.

Það bann tók gildi árið 2019 en Rúss­land, Kína, Laos og Víet­nam hafa hunsað þetta bann.

Utan­ríkis­ráðu­neyti Norður-Kóreu gaf út yfir­lýsingu þar sem þau segja Úkraínu ekki geta ráðist að sjálf­stæðum þjóðum án þess að komast upp með það. Úkraína væri ó­sann­gjörn í sam­skiptum sínum við stjórnir Do­netsk og Lúhansk og eð þau væru að taka þátt í ó­rétt­látri og ó­lög­legri utan­ríkis­stefnu Banda­ríkjanna.

Norður-Kórea viður­kenndi sjálf­stæði Do­netsk og Lúhansk í síðustu viku. Yfir­völd í Úkraínu voru ekki á­nægð með á­kvörðun yfir­valda Norður-Kóreu en utan­ríkis­ráðu­neyti beggja ríkja reiddust út í hvort annað í kjöl­farið.

Segir Rússa ekki eiga neina bandamenn

Utan­ríkis­ráð­herra Úkraínu, Dmytro Kuleba, brást við yfirlýsingu Norður-Kóreu með því að slíta öllum diplómatískum tengslum sem Úkraína átti með Norður-Kóreu. Hann sakaði Norður-Kóreu um að reyna að grafa undan full­veldi Úkraínu.

Kuleba sagði það ljóst að Rúss­land ætti ekki neina banda­menn eftir í heiminum, það væri ber­sýni­legt vegna þess að þeir sækja eftir stuðning til Norður-Kóreu. Það væru einungis lönd sem treysta á Rússa efna­hags­lega sem styðja þá.

Einungis þrjú ríki viður­kenna sjálf­stæði Do­netsk og Lúhansk, en það eru Rússar, sem gerðu það í upp­haf inn­rásarinnar í Úkraínu, síðan eru það Sýr­land og Norður-Kórea sem viður­kenndu sjálf­stæði héraðanna í lok júní og fyrir tveimur vikum.