Rússar vilja aukið sam­starf við Græn­lendinga og segir sendi­herra Rúss­lands í Dan­mörku, Vla­dimir Bar­bin, að löndin eigi margt sam­eigin­legt þegar kemur að mál­efnum norður­slóða. Við­leitni Rússa verður rædd á Inatsisar­tut, græn­lenska þinginu, 28. októ­ber að sögn dag­blaðsins Sermitsiaq.

Rúss­land gegnir nú for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu en við henni tóku þeir af Ís­landi.

„Rúss­land vill mjög nánari sam­skipti við Græn­land. Við eigum svo margt sam­eigin­legt á norður­slóðum sem gerir sam­starf mjög til hags­bóta, því við getum lært hvort af öðru,“ segir Bar­bin við dag­blaðið.

Fyrir Rússum er aðal­at­riðið að nýta auð­lindir sem best. Þess vegna verðum við að starfa náið saman varðandi fisk­veiðar og vísinda­rann­sóknir á göngu fiska í Norður-At­lants­hafi og Norður­ís­hafi. Sam­starfið verður einnig að snúast um reglur um auð­linda­nýtingu, svo lönd á norður­slóðum sitji við sama borð í fisk­veiðum,“ segir hann enn fremur.