Yuri Bori­sov, yfir­maður rúss­nesku geim­vísinda­stofnunarinnar Roscosmos hefur til­kynnt for­seta Rúss­lands, Vla­dí­mír Pútín að hann stefni á að draga rússa úr Al­þjóð­legu geim­stöðinni (ISS) árið 2024.

Bori­sov sagði að rússar muni efna skyldur sínar til verk­efnisins áður en sam­starfinu lýkur.

Á­stæðan fyrir þessari á­kvörðun er talin vera spenna milli rússa og vestur­landa, en inn­rásin í Úkraínu hefur ein­angrað Rúss­land frá al­þjóða­sam­fé­laginu.

Fyrr í mánuðunum höfðu NASA og Roscosmos sam­þykkt að geim­farar myndu halda á­fram að ferðast með rúss­neskum geim­flaugum og að rússar myndu fá far með SpaceX að Al­þjóða­g­eim­stöðinni í haust.

Alþjóðlega geimstöðin.
Fréttablaðið/Getty