Yfir­völd í Rúss­landi hafa birt lista yfir um þúsund ein­stak­linga frá Banda­ríkjunum sem er nú bannað að koma til landsins. Á listanum eru nöfn eins og Joe Biden, Banda­ríkja­for­seti, Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book og Hollywood leikarinn Morgan Freeman. Al Jazeera greinir frá þessu.

Listinn, sem er að mestu tákn­rænn, eru nýjustu vendingar ferða­banna sem ríkin hafa skipst á að setja á borgara hvers annars. En sam­skipti á milli Rúss­lands og Vestur­landanna hafa stirðnað eftir inn­rás Rússa í Úkraínu.

Þeir sem eru á listanum er ýmist em­bættis­menn í Banda­ríkjunum, þing­menn og aðrir leið­togar. Að­gerðin er hefnd fyrir svipað ferða­bann sem Banda­ríkin settu á rúss­neskt stjórn­mála­fólk.

Það vekur at­hygli að Morgan Freeman er á listanum, en rúss­nesk yfir­völd sökuðu hann um að hafa tekið upp mynd­band árið 2017 þar sem hann full­yrðir að Rússar væru að leggja á ráðin gegn Banda­ríkjunum.

Utan­ríkis­ráðu­neyti Rúss­lands sagði í til­kynningu þar sem greint var frá ferða­banninu að þessar að­gerðir væru nauð­syn­legar „og miða að því að þvinga Banda­ríkin, sem eru að koma ný­lendu­bundinni heims­skipun á restina af plánetunni, til að breyta stöðu sinni og viður­kenna nýjan geopólitískan veru­leika.“

Yfir­völd í Rúss­landi sögðust enn þá vera opin fyrir „heiðar­legum við­ræðum“ og gerðu greinar­mun á milli al­mennra borgara og yfir­völdum sem hvetja til „Rús­só­fóbíu,“ eða hræðslu gegn Rússum.