Rúss­nesk yfir­völd hafa gefið það út að þau lík sem fundust í Asovs­tal stál­verk­smiðjunni í Maríu­pol í suður­hluta Úkraínu munu verða af­hend úkraínskum yfir­völdum. Al­mennir borgarar frá Úkraínu, sem og úkraínskir her­menn sátu fastir í stál­verk­smiðjunni vikum saman á meðan Rússar sátu um það. BBC greinir frá þessu.

Rúss­neska varnar­mála­ráðu­neytið til­kynnti í dag að her­menn þeirra hefðu fundið 152 lík úkrasínskra hermann í verk­smiðjunni. Ráðu­neytið segir að í verksmiðjunni hafi fundist leifar fjögurra jarðsprengja.

Rúss­neskar her­sveitir náðu stjórn á Maríu­pol í apríl en þúsundir úkraínskra her­manna og al­mennra borgara komu sér fyrir í stál­verk­smiðjunni og var það oft kallað síðasta vígi Úkraínu­manna í Maríu­pol.

Al­mennum borgurum var komið út örugg­lega en þeir her­menn sem sátu eftir í verk­smiðjunni gáfust upp snemma í maí. Eftir upp­gjöf þeirra voru þeir fluttir til Rúss­lands, þar sem þeir dvelja enn. Rúss­nesk yfir­völd hafa gefið það út að réttað verður yfir þeim.