„Það sem fannst helst voru gúmmít­eygjur, mynt og sígarettu­stubbar,“ segir Jóna Kol­brún Sigur­jóns­dóttir, verk­efnis­stjóri hjá Þjóð­garðinum á Þing­völlum þar sem í gær fór fram hreinsun á gjánni Silfru.

„Það fannst einnig sn­orka, fit og bjór­flaska. Annað drasl var í minna magni,“ bætir Jóna við sem að­spurð kveður ruslið sem fannst í Silfru í gær hafa verið minna en hún hafi átt von á.

Eins og fram kom í Frétta­blaðinu í gær fór hreinsunin fram að frum­kvæði sam­takanna Beachc­leanupIceland og á vegum köfunar­fyrir­tækisins dive.is sem er með starf­semi við Silfru.

Jóna sagði þá að þeir sem hefðu köfunar­réttindi myndu kafa og tína rusl úr gjánni og annar hópur myndi hreinsa rusl í kringum gjána.
Með­fylgjandi myndir úr Silfru í gær tók Ants Stern.

Aðsend/Ants Stern
Aðsend/Ants Stern.
Aðsend/Ants Stern
Aðsend/Ants Stern.
Fréttablaðið/Aðsend
Aðsend/Ants Stern