Banda­ríski fjöl­miðla­maðurinn Rush Limbaugh er látinn sjö­tíu ára að aldri eftir langa bar­áttu við krabba­mein. Hann var á­hrifa­mikill á hægri væng banda­rískra stjórn­mála og hélt úti vin­sælum út­varps­þætti, „The Rush Limbaugh Show“ í 32 ár.

Hann greindi frá því í febrúar í fyrra að hann hefði greinst með lungna­krabba­mein á al­var­legu stigi en var á­vallt von­góður um að sigra á því. Limbaugh átti stóran þátt í þróun hægri­sinnaðrar fjöl­miðlunar í Banda­ríkjunum og gerði spjall­þætti um stjórn­mál að vin­sældar­efni.

Limbaugh og Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, árið 2019.
Fréttablaðið/AFP

Í þætti sínum hélt Limbaugh á lofti skoðunum sínum sem margar voru um­­­­­deildar, einkum er varðar kynja- og kyn­þátta­­­mál að því er segir í frétt CNN. Hann bað leikarann Michael J. Fox, sem er með Parkin­­­son­s­júk­­­dóminn, af­­­sökunar eftir að hafa hæðst að veikindum hans og var tals­­­maður sam­­­særis­­­kenningar um að Barack Obama, fyrr­verandi Banda­­­ríkja­­­for­­­seti, hefði ekki verið fæddur í Banda­­­ríkjunum.

Undir það síðasta lýsti Limbaugh stuðningi við ó­eirðirnar við þing­húsið í Was­hington DC og lýsti CO­VID-19 sem „venju­bundinni flensu“. „Ég tek á­byrgðina sem fylgir þætti mínum mjög al­var­lega,“ sagði hann í við­tali við New York Times árið 2008.

Hann lætur eftir sig 44 ára gamla eigin­konu, Kat­hryn Adams Limbaugh. Hún var fjórða eigin­kona hans.