Meint of­beldis- og kyn­ferðis­brot Rúnars Más Sigur­jóns­sonar og Sverris Inga Inga­sonar, lands­liðs­manna hjá karla­lands­liðinu í knatt­spyrnu, eru til skoðunar hjá sam­skipta­ráð­gjafa í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs, sam­kvæmt frétt mbl.is.

Málin voru send á borð Sigur­bjargar Sigur­páls­dóttur sam­skipta­ráð­gjafa síðasta haust eftir að stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands barst tölvu­póstur frá að­gerðar­hópnum Öfgum þar sem sagt var frá meintum brotum hjá sex leik­mönnum lands­liðsins.

Á­samt Rúnari og Sverri eru það Aron Einar Gunnars­son, Gylfi Þór Sigurðs­son, Kol­beinn Sig­þórs­son og Ragnar Sigurðs­son sem bréfið fjallaði um. Nokkuð hefur verið rætt um mál þeirra í fjöl­miðlum nú þegar.

Knatt­­spyrnu­­sam­bandið var harð­lega gagn­rýnt síðasta haust fyr­ir bæði þögg­un og með­virkni með meint­um ger­end­um inn­an sam­bands­ins sem endaði með af­sagnar Guðna Bergs­sonar úr stjórn KSÍ og að lokum af­sögn stjórnarinnar í heild sinni.

Sverrir Ingi og Rúnar Már hafa ekki gefið kost á sér í síðustu verk­efni lands­liðsins og er fram­tíð þeirra með liðinu í mikilli ó­vissu.