Innlent

Öflugasta eldinga­veðrið síðan 1992 gekk yfir landið

Þrumur og eldingar eru nú yfir sunnanverðu landinu. Veðrið mun hlaupa hratt yfir landið.

Það eru eldingar. Fréttablaðið/Getty

Þrumur og eldingar voru yfir sunnanverðu landinu en sjá má blossa víðsvegar að, í ýmsum hverfum Reykjavíkur og á Suðurlandi auk Vesturlands. Hlýtt loft og úrkoma hefur gengið yfir landið undanfarna daga.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að það veður sem var í gangi sé með því öflugra sem hafi sést hér á landi en það muni standa stutt.

„Það er skúraband að ganga yfir og þrumur og eldingar með og þetta er yfir okkur núna. Þetta er mjótt band og gengur fljótt yfir en það eru talsverðar eldingar með þessu.

Það er óstöðugt loft, kröftug skúraskil sem ganga yfir. Þetta er nú með því öflugra sem maður man eftir. Ég man eftir svipuðu árið 1992, þannig það þarf að fara dálítið langt aftur. Það má vera að það hafi komið eitthvað í millitíðinni en þetta er með því meira sem gerist. 

Þetta gengur sem betur fer fljótt yfir en þetta er ansi öflugt.“

Á vef Veðurstofunnar kemur meðal annars fram að spáð sé umhleypingum næstu daga og veðrabrigði geta orðið ansi snörp og því mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa, einkum hjá þeim sem hyggja á ferðalög.

Á vef Veðurstofunnar má einnig nálgast leiðbeiningar um það hvernig skal bera sig að í slíku veðri eins og nú gengur yfir. Þar kemur fram að fólk er oft ekki á varðbergi gagnvart hættunni sem af eldingum stafar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Innlent

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Innlent

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Gul viðvörun norðvestantil í dag

Brexit gæti tafist um allt að tvö ár

Auglýsing