Fleiri full­orðnir meta and­lega heilsu sína slæma, ung­menni drekka minna á­fengi en sofa ekki nóg, og borgar­búar hafa gott að­gengi að grænum svæðum ná­lægt heimilum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Lýð­heilsu­vísum Reykja­víkur­borgar 2022 sem hafa verið birtir á vef borgarinnar.

Fleiri borgar­búar upp­lifa ein­mana­leika

„Þeir vísar sem dregnir eru fram að hvert ár eru mis­munandi en við val á þeim er sjónum beint að á­hrifa­þáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tæki­færi til heilsu­eflingar og for­varna,“ segir Harpa Þor­steins­dóttir verk­efna­stjóri lýð­heilsu­mála hjá Reykja­víkur­borg í til­kynningu um þá.

Hún segir það á­hyggju­efni hversu stór hluti íbúa upp­lifir and­lega og líkam­lega heilsu sína slæma og það er á­kveðin stig­mögnun í hópi þeirra sem upp­lifir ein­mana­leika en alls upp­lifa 14,1 prósent borgar­búa sig ein­mana miðað við 11 prósent árið 2020. Á sama tíma sýna vísarnir að lægra hlut­fall borgar­búa upp­lifir sig hamingju­sama, eða alls 52,1 prósent miðað við 57,7 prósent árið 2020.

„Við þurfum að bregðast við þessu. Það er mikil­vægt fyrir okkur sem störfum að heilsu­eflingu og for­vörnum að skoða vel hvernig á­kveðnir þættir eru að þróast og vísarnir gefa okkur grunn­hug­mynd að því hvernig sam­fé­lagið er að þróast út frá þeim gögnum sem hefur verið safnað,“ segir Harpa.

Drekka orkudrykki og sofa of lífið

Ef litið er til lýð­heilsu barna má sjá að mjög mikil aukning er meðal ung­menna í fram­halds­skóla sem drekka orku­drykki dag­lega. Alls segjast 53,4 prósent drekka orku­drykki dag­lega, það hlut­fall var 44,9 prósent árið 2020 og er því aukningin veru­leg. Á sama tíma hefur einnig aukist hlut­fallið meðal fram­halds­skóla­nema sem sofa sjö klukku­stundir eða minna. Það er nú 45,5 prósent en var 42,5 prósent árið 2020.

Það lækkar mjög hlut­fall þeirra sem hafa orðið drukkin síðustu 30 daga og er nú að­eins 5,7 prósent en var átta prósent árið 2020.

Hvað varðar ein­mana­leika má segja það sama um börn og full­orðna en nú segja um 14,3 prósent grunn­skóla­nema sig ein­mana en hlut­fallið var 12,5 prósent árið 2020.

Lýð­heilsu­vísar Reykja­víkur­borgar eru birtir ár­lega og voru fyrst birtir árið 2019. Hægt er að nálgast þá á vef borgarinnar en þar er einnig fjallað um að­gengi að grænum svæðum og notkun al­mennings­sam­gagna.