Ekkert lát er á eld­gosa­virkni á Kanarí­eyjunni La Palma þar sem hraun rennur enn yfir stórt svæði og út í sjó á vestari hluta eyjunnar. Talið er að rúm­lega tvö þúsund hús hafi skemmst eða orðið undir hrauni og um 7500 manns hafa þurft að flýja heimili sín.

Fréttablaðið/Getty

Eyjan er um 708 fer­kíló­metrar á stærð og þar búa um 85000 manns. Talið er að hraunið nái nú yfir átta fer­kíló­metra svæði. Vísinda­fólk hefur spáð því að eld­gosið geti varið í þrjá mánuði.

Fréttablaðið/Getty

Fjöldi fólks hefur einnig tapað lífs­viður­væri sínu vegna eld­gossins en spænsk yfir­völd hafa heitið milljörðum evra til endur­upp­byggingar á svæðinu.