Að minnsta kosti 30 manns eru látnir og 52 særðir eftir að sprengja sprakk ná­lægt skóla í vesturhluta Kabúl, höfuð­borg Afgan­istan í dag. Frétta­stofa Al Jazeera greinir frá.

Sprengingin átti sér stað á meðan nem­endur voru að yfir­gefa skólann og eru flestir hinna særðu stúlkur. BBC greinir frá því að fjöl­margar myndir á sam­fé­lags­miðlum hafi sýnt yfir­gefnar skóla­töskur liggjandi í götunni.

„Þetta gerðist á þeim tíma sem nem­endur voru að klára skóla og voru á leiðinni heim, við erum að tala um hundruð nem­enda sem voru í skólanum á þeim tíma,“ segir Filio Kontra­fouri, blaða­maður Al Jazeera, sem staddur er í Kabúl.

Ghulam Dasta­gir Nazari, tals­maður heil­brigðis­ráðu­neytis Afgan­istan, segir 46 manns hafa verið flutta á sjúkra­hús. Nazari segir reiðan múg hafa ráðist að sjúkra­bílunum og veist að heil­brigðis­starfs­fólki og hvetur hann við­stadda til að sýna sam­vinnu og hefta ekki að­gengi sjúkra­bíla að slysstaðnum.

Kabúl hefur verið í við­bragðs­stöðu frá því að Banda­ríkja­menn til­kynntu um það í síðasta mánuði að þeir hygðust fjar­lægja alla banda­ríska her­menn frá Afgan­istan fyrir 11. septem­ber næst­komandi. Að sögn ráða­manna í Afgan­istan hafa á­rásir Talí­bana aukist til muna um gjör­vallt landið í kjöl­far til­kynningarinnar.

Talí­banar hafa neitað því að bera á­byrgð á sprengingunni og segjast for­dæma verknaðinn. Enginn hefur lýst yfir á­byrgð á á­rásinni að svo stöddu.